hvað er með okkur stelpur???
ég missti mig rétt aðeins í sex and the city...ahhhh alltaf gott að horfa á stelpurnar minar... og hversu neurotic þær eru í kallamálum...fær mann til að spyrja sig hvort að þetta sé alheimsvandamál kvenna? almenn taugaveiklun í pælingum eins og mun hann hringja, er hann að hugsa um mig, ef hann er að hugsa um mig hvað er hann þá að hugsa, ætti ég að hringja, er ég of pushy, á ég ekki að sofa hjá honum á firsta deiti, á ég að segja honum hvernig mér líður, er ég skotin í honum eða skotin í að vera skotin, finnst honum ég með feit læri, afhverju leiðir hann mig ekki, afhverju fer ég aldrei og hitti vini hans, finnst honum tennurnar mínar gular, borða ég of hægt,er hann bara að plata mig, er hann að hitta aðrar stelpur, finnst honum ég skrýtin.. etc etc etc...the list goes on and on
We have all been there girls....
svo ég tali nú ekki um; hvað meinta hann raunverulega þegar hann sagði þetta...
ég hef eytt örugglega 10 árum í svona pælingar....
no more ladies...
ég tók ákvörðun í janúar í kjölfars of mikillar sjálfsanalýsu sem skilaði gersamlega engu því að hvernig á ég að geta vitað hvað hann var að hugsa (eða ekki hugsa) þegar hann sagði/gerði, etc...
ÉG skildi ekki
bíða við símann,
bíða í 15 mín eftir að svara smsum,
ef mig langar að sofa hjá á fyrsta deiti þá gerði ég það,
bæla niður röddina mína,
þykjast vera skotin bara til að vera ekki ein
segja bara "ég er hress" þegar mig langar til að rífa af honum hausinn og grenja í opið sárið
ekki hringja því að hann á að hringja fyrst
ekki vera ég sjálf!!
Þessi endalausi leikur sem gerir okkur svo taugaveiklaðar að við vitum ekki hvað snýr upp og hvað niður; við vitum ekki einu sinni afhverju við erum að hitta hann, við vitum ekki hvað er svona spes við þennan!
ég sagði nei takk við öllu þessu sjálfsblekkingar núrósu rugli og ákvað að vera ein.....
þangað til ég varð skotin....
það er svo skrýtið.
alltaf þegar maður hittir kunninjga konu sína/ættingja/kassadömuna í Bónus kemur spurninginn: áttu kærasta?
Það virðist róa fólk ógurlega ef maður bara segir já... maður þarf ekkert að útksýra neitt, í mesta lagi hversu gamall kauði er, það gagni vel og hversu lengi "við" erum búin að vera við.
Hinsvegar, ef maður segir NEI..... þá hleypur kötturinn úr sekknum, fólk fer í ræður um að maður fari nú aða hitt einhvern, setningar eins og "er ekki bara fínt að vera ein, svo mikið að gera og svona" fara af stað, á meðan er fólk leynilega að fara yfir rollerdex af single fólki sem það þekkir líka.
eina lausnin í málinu er að vera kaldhæðin.
ekki reyna einlægni, á fær maður pity look og -þú finnur einhvern-
kaldhæðin og hnyttinn er svarið
því hef ég komist að.
aðstaðan sem ég er í virðist trufla suma því að ég á ekki kærasta en ég hef samt ekki áhuga á því að hitta aðra stráka og er bara að tala við þennan eina.
afhverju róar stimplinn kærasti fólk svona? er ég bara hálf þangað til ég finn hitt pússlið? er í raun og veru hitt pússl? ég pæli kannski of mikið í þessu...ég veit það ekki,...
mér finnst ég bara alltaf vera að heyra óánægju sögur stelpna með kallamál... enginn er sértsakur, ekkert gengur upp etc..etc...
hjá mér í dag er ég voðalega róleg yfir málunum, mér líður mjög vel í því sem ég er að gera, mér finnst EKKI glatað að hann búi í öðru landi þó að jú auðvitað væri það indælt ef hann byggi í hlíðunum EN ekki heimsendir og eins og ég segi ég er bara nokkuð róleg....
þangað til ég fer út fyrir verndaða hringinn minn.....
inn í hring kvenna sem eru á lausu og er ekki að finna neinn eða neitt.....
efasemdar raddar fá meðbyr þannig þær stefna á að vinna siglingakeppnina milli radda idsins og superegósins.....
ég ÞOLI EKKI að verða óörugg sérstaklega þegar ég er það ekki í raun og veru.. ég þoli ekki að far að fokka í hausnum á mér með einhverju svona taugaveiklunarrugli... sem er kannski ekki rugl ef það byggir á fyrri reynslu...
æ ég er komin í algeran hring hérna, pointið mitt er, afhverju erum við stelpurnar oft svona litlar í okkur?
ég keypti mér flug til Köben i gær. Jómfrúarferðin verður farin í næstu viku.
ég er bara nokkuð róleg á þessu, hlakka að vitaksuld mikið til EN svo datt ég aðeins í pælingarnar í gær.....hvað ef ég er bara uppáþrengjandi, hvað ef og hvað ef og hvað ef og hvað ef....
einmitt. það voru ekki sérlega góðar pælingar komnar af stað og það sem verra er, enginn ástæða fyrir svona miklu fjaðrafoki. það var ekki einu sinni andvari. samt fór ég í einvherjar pælingar og varð eitthvað óörugg..... frekar skrýtið.
meira að segja þá hef ég aldrei verið meira ég sjálf en núna.
ég gaf reglubókinni minni puttann og slengdi út á mér brjóstinu fyrir alheiminn að sjá, svona er ég bara, take it or leave it.
viti menn, enn sem komið er.....its a take it.....
ég veit ekki.
kannski er ég bara heppin, sem ég er auðvitað að mörgu leyti....en kannski og bara kannski, þurfum við stelpurnar að læra að sleppa okkur....
hann er ekkert að spá í krumpuðu bumbunni/appelsínuhúðinni/hrukkunum/hárunum etc þegar allt er að gerast....
ef honum finnst ég ekki fyndin er það hans mál en ekki mitt að þegja
ef hann filar ekki mig eins og ég er , þá er það bara alls ekkert mitt mál...
fyrrverandi kallaði pollýönu....enda kannski ástæða til.
ég átti afar erfitt að vera bara ég.
,með öllum taugaveiklunum....
ef ég var alveg fullblown ég þá fór ég að efast um hversu sniðugt það nú væri etc...
-átti ég ekki að vera eins og hann vildi að ég væri- (ekki ber svo að skilja að ég hafi verið barin til hlýðni og undirlægni, alls ekki, bara huglægar pælingar þar sem ég var að fokka í sjálfri mér)
ok vá, Carrie bara setti mig af stað...og Samantha...
stelpur ég segi fokk reglurnar og fylgjum hjartanu! (og vinkonunni niðri..hún veit hvað hún vill..)
ég hlakka mikið til að fara til kóngsins köbenhavn í alveg fyrsta sinn og hitta sætan strák sem ætlar að sýna mér hana....
ég segi stopp við hysteriu, komum leginu aftur á sinn stað og verum við sjálfar því að þannig erum við bestar!!
Skál í boðinu!
Sigga sem ætlar að fara í rómantískan göngutúr um köben....
og vera hún sjálf....
(va hvað ég vona hann lesi þetta ekki...þá verður kannski lítið um ferðalög fyrir mig...neinei skamm skamm..svona er ég bara! með núrósum, sem betur fer finnst honum það bara fyndið, held ég....)
I am every woman......
fimmtudagur, október 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
sigga min
kaupa spaegipylsu fyrir auntie i koben senda svo til boston
have a good time
consider it done eiríka mín :)
ég gæti samt þurft nánari upplýsingar um hvernig spægipylsu....
me like nýja Sigga...þó á maður efti rað sakna drama sagnanna í tímum klukkan 08.00 á mánudagsmorgnun...helduru að þú verðir ekki með nóg af þeim samt???? jú...anywho - hlakka til að sjá þig í næstu viku og góða ferð elskan:)
spurdu afa hun er dokk bleik
Hehe.. flottar pælingar! Svona þér að segja þá hitti ég Folann minn þegar ég var búin að gefa skít í þetta allt saman! Ég var að danska "Stuðmannadansinn" (EDRÚ) á skemmtistað í Reykjavík eins og algjör retard, bara casually dressed og ómáluð... Ég var ekki að leita og mér var alveg sama (enda nýkomin úr einhverju "vill-hann-mig-vill-hann-mig-ekki" bull shitti)
Og viti menn, þá fóru hlutirnir að gerast.. :)
Eins og talað úr mínum munni ................. Sigga þú ert snillingur
love you
snillingur og ekki snillingur, má deila um það...
DV virðist allavega vera sérlega skotið í mér þessa dagana...maður spyr sig hvenær manni verði bara boðið starf...?
Love you Sigga, vertu bara þú sjálf það fer manni víst best..pabbi
tu ert snar gedveikt madur ...
Maður hittir ekki þann rétta fyrr en maður er maður sjálfur. Ef maður er að reyna að vera eitthvað annað og manneskjan fellur fyrir því jah þá er hann ekki að falla fyrir þér. Ég stið þig heilshugar Vertu þú sjálf og þá finnuru rétta manninn sem er að leita að þér en ekki einhverri týpu sem að þú ert að leika. Það bara virkar ekki. Láttu mig vita það. KJ
Vel mælt!!!! er svo búin að vera spá í þessu síðustu daga...
Skrifa ummæli